top of page
two-university-students-studying-at-library-2022-02-02-04-50-34-utc.jpg

FRÆÐILEGT YFIRLIT

HÉR ER YFIRLIT YFIR ÚTGÁFU FRÆÐILEGRA RITA EFTIR MAGGÝ

FRÆÐIGREINAR

Maggý útskrifaðist úr tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2019 með bakkalárgráðu og snérist lokaverkefni hennar um notendaupplifun notenda Sjónvarps Símans. Lokaverkefnið var unnið af Maggý ásamt Svanhildi Jónu Erlingsdóttur og Sævaldi Viðarssyni undir handleiðslu Dr. Mörtu Kristínar Lárusdóttur, prófessors við tölvunarfræðideild HR. 

Árið 2022 útskrifaðist Maggý úr verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands með meistaragráðu og snérist meistararitgerð hennar um áhættusækni íslenskra frumkvöðla og stjórnenda. Leiðbeinandi Maggýjar var Dr. Magnús Þór Torfason, dósent við viðskiptafræðideild HÍ. 

Meistararitgerð Maggýjar var valin úr hópi 339 meistararitgerða úr viðskiptafræðideild HÍ árin 2021-2022 fyrir verkefni þar sem kafli úr ritgerðunum var gefinn út í ritröðinni Rannsóknir í Viðskiptafræði III og kom bókin út sumarið 2023. Ritstjórar bókarinnar eru þeir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Runólfur Smári Steinþórsson og Þórhallur Örn Guðlaugsson. Bókin var gefin út af Háskólaútgáfunni.

Prófílmynd af Maggý Möller
rannsoknir i vidskiptafraedi III

Tilgangur ritraðarinnar Rannsóknir í viðskiptafræði er að koma á framfæri áhugaverðum rannsóknum á bæði fræðilegum og hagnýtum þáttum viðskiptafræða. Hér er þriðja bókin sem kemur út í ritröðinni og sem fyrr eru allir kaflar ritrýndir. 

Efni þessarar bókar er ekki síður fjölbreytt. Alls eru kaflarnir níu talsins og fjöldi höfunda 15. Kaflarnir eru á fræðasviðum þjónustustjórnunar, hagfræði, markaðsfræði, nýsköpunar, stjórnunar og stjórnarhátta.

Meistararitgerð Maggýjar var önnur tveggja sem var valin úr hópi 339 ritgerða meistarakandídata sem útskrifuðust úr viðskiptafræðideild Háskóla Íslands á tímabilinu 2021-2022.

Bókina má nálgast hér á vefsíðu Bóksölu Stúdenta

Research Gate

​Í kjölfar útgáfu ritraðarinnar Rannsóknir í Viðskiptafræði III var kaflinn úr meistararitgerð Maggýjar gefinn út á vef Research Gate.

Kaflann má nálgast hér á Research Gate með leyfi höfunda.

MSc ritgerð

Markmið rannsóknarinnar er umfram allt að greina áhættusækni hjá íslenskum stjórnendum og frumkvöðlum; og bera svo saman niðurstöður þessara tveggja hópa. Rannsóknin byggir á megindlegri aðferð og er á formi spurningakönnunar. Er um að ræða þversniðsrannsókn þar sem upplýsingarnar voru fengnar frá tveimur hópum á sama tíma. Spurningakönnunin samanstendur af 8 fullyrðingum fengnum úr áhættusæknikvarðanum GRiPS (e. General Risk Propensity Scale) og einni lokaðri spurningu í anda St. Petersburg þversagnar Daniel Bernoulli varðandi áhættusækni, með svarmöguleikum á sjö punkta Likert kvarða.

 

Helstu niðurstöður eru að fimm af sjö tilgátum sem settar voru fram voru studdar með markverðum niðurstöðum og þær benda til að frumkvöðlar hafi úthverfara, samviskusamara og taugaveiklaðra áhættuþol en stjórnendur og að þeir sem skora hátt á áhættusæknikvarða eru líklegri til að taka þátt í sanngjörnu veðmáli. Hvorki finnast markverðar niðurstöður hvað varðar að stjórnendur hafi samvinnuþýðara áhættuþol en frumkvöðlar né hvað varðar að frumkvöðlar hafi víðsýnna áhættuþol en stjórnendur.

Ritgerðin er læst til 1. janúar 2025 en útdrátt má nálgast hér á Skemmunni.

BSc ritgerð

Markmið rannsóknarinnar er að mæla notendaupplifun á Sjónvarpi Símans. Rannsakendur notuðu fjórar mismunandi aðferðir; eigin upplifun, viðtöl við notendaþjónustu, notendaprófanir fyrir vana og nýja notendur og spurningalista í formi vefkönnunar.


Afrakstur rannsóknarinnar er tvíþættur; ferlar sem rannsakendur mæla með fyrir Símann til að gera frekari mælingar í framtíðinni og tillögur að umbótum í viðmóti sem gæti bætt notendaupplifun af Sjónvarpi Símans. 
 

Meginniðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að notendaupplifun áskrifenda Sjónvarps Símans Premium sé almennt góð. Sjónvarp Símans virðist uppfylla kröfur notenda sinna og falla að gildum þeirra þar sem þjónustan er sú vinsælasta á Íslandi í dag. Þó kom jafnframt í ljós að stór hluti notenda virðast hafa takmarkaða þekkingu á viðmótinu og ná þar með ekki að nýta valmöguleika Sjónvarps Símans til fulls.

Ritgerðina má nálgast hér á Skemmunni.

e-learning-webinars-college-homework-concept-bu-2022-08-14-03-24-15-utc.jpg

HAFÐU SAMBAND

Hér getur þú skilð eftir skilaboð ti Maggýjar varðandi stærðfræðikennslu, vefhönnun eða bara hvað sem er svo lengi sem að það er skemmtilegt!

Takk fyrir skilaboðin!

bottom of page