top of page
computer-night-or-black-woman-reading-business-po-2023-02-25-00-26-26-utc.jpg

um maggý

PORTFOLIO

Tímalína

2022-NÚVERANDI STARF

SVAR TÆKNI

Verkefna- og vörustjóri

Verkefnastjórn þvert á deildir svars með beitingu faglegrar verkefnastjórnunar. Stýri þróun, innleiðingu og sölu á TimeLog og öllum ZOHO lausnum. Situr í stjórn félagsins.

2021-2022

FAGKAUP

Tölvunarfræðingur

Vefforritun fyrir netverslanir í  NopCommerce umhverfi . Stafræn markaðssetning og miðlun, umsjón með samfélagsmiðlum og vefsíðum. Grafísk myndvinnsla og textaskrif fyrir alla miðla.

2020

TENGSLA.NET

Verkefni sem fékk styrk frá Nýsköpunarsjóði Námsmanna

Markmið verkefnisins var að hanna, þróa og prófa frumgerð að hugbúnaðarlausn, sem gerir mögulegt að safna upplýsingum um tengslanet, samskipti og boðleiðir nýsköpunarfyrirtækja, greina áhrif þessara þátta á nýsköpun og hugmyndaauðgi, og hjálpa fyrirtækjum að bæta starfsemi sína.

2019-2022

MSC Í VERKFNASTJÓRNUN

Háskóli Íslands. Útskrift febrúar 2022

Meistararitgerð snérist um greiningu á áhættusækni íslenskra frumkvöðla og stjórnenda. Gerði megindlega rannsókn á áhættusækni og áhættuhegðun þessara tveggja hópa. Ritgerðin er læst til 1. janúar 2025 en kafla úr ritgerðinni má nálgast í ritröðinni Rannsóknir í Viðskiptafræði III hér og á Research Gate hér.

2015-2019

BSC Í TÖLVUNARFRÆÐI

Háskólinn í Reykjavík. Útskrift janúar 2019

Lokaverkefni snérist um notendaupplifun notenda Sjónvarps Símans. Gerði eigindlega rannsókn á notendaupplifun. Lokaverkefni má nálgast á Skemmunni hér.

CONTACT

2013-2015

STÆRÐFRÆÐIKENNARI Í DÆMATÍMUM OG PRÓFBÚÐUM

Kenndi STÆ 4B04, STÆ 3B05 og STÆ4A10 sem eru þrír síðustu áfangarnir í stærðfræði í Haskólagrunni Háskólans í Reykjavík. Kenndi dæmatíma og prófbúðir fyrir allt að 60 nemendur í senn.

STÆRÐFRÆÐIKENNARI

2013-2015

HUGBÚNAÐARVERKFRÆÐI

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK

​Hóf nám í hugbúnaðarverkfræði við HR.

Lauk ekki námi.

2011-2013

2013-2015

RANNÍS

2012 RANNSAKANDI

Tilviksgreining um vöxt frumkvöðlafyrirtækja.  Eigindleg rannsókn á hröðum vexti íslenskra nýsköpunarfyrirtækja (2012).                           


2013 GAGNAGRUNNSSTJÓRI

​Sá um að viðhalda ýmsum gagnagrunnum Rannís og kenndi starfsfólki SQL gagnagrunnsmálið. 

FRUMGREINADEILD HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK (nú Háskólagrunnur Háskólans í Reykjavík)

FRUMGREINAPRÓF, ÚTSKRIFT MAÍ 2013

​Ígildi stúdentsprófs. 

young-business-woman-at-office-2022-03-30-20-23-30-utc.jpg

blaðagreinar um maggý eða eftir maggý

Grein um netöryggi eftir Rúnar og Maggý
Grein um gagnaöryggi

SVAR TÆKNI 1. JÚNÍ 2023

Grein um netöryggi og öryggi lykilorða

Grein um netöryggi og öryggi lykilorða, eftir Rúnar Sigurðsson og Maggý Möller. Birtist á vef Svar 1. júní 2023.

Fimm konur í stjórn Svars
Fimm konur í stjorn Svars

SVAR TÆKNI 1. JÚNÍ 2023 DV.IS | EYJAN | 31. MAÍ 2023

Fimm konur í framkvæmdastjórn

Sérstæða Svars varð fréttaefni hjá DV þegar grein birtist á vefnum um stjórn Svars, en hún er skipuð 5 konum og 1 karli, sem verður að teljast einstakt hjá tæknifyrirtæki á Íslandi.

Viðtal við Maggý í Svipmynd Fréttablaðsins
Viðtal við Maggý

FRÉTTABLAÐIÐ 1. MARS 2023

SVIPMYND

Í viðtalinu kemur fram að Maggý hóf störf hjá Svar tækni ehf sem verkefna- og vörustjóri, og stýrir innleiðingu Zoho svítunnar og TimeLog tímaskráningarkerfinu. Til gamans þá kemur einnig fram sérstakt áhugamál Maggýjar, að gera upp Mid-century Modern húsgögn og stöku vintage raftæki og gefa þessum hlutum nýtt líf.

Jóhanna og Maggý ráðnar til Svars
Jóhanna og Maggý ráðnar til Svars

VÍSIR.IS | VIÐSKIPTABLAÐIÐ | 3. FEBRÚAR 2023

JÓHANNA OG MAGGÝ TIL SVARS

Jóhanna María Leifsdóttir og Maggý Möller hafa verið ráðnar til tæknifyrirtækisins Svars. Jóhanna kemur til með að starfa sem bókari og Maggý sem verkefnastýra.

Grein af Ský um hvað á að gera við öll þessi tvít
Grein í Ský

SVAR TÆKNI 1. JÚNÍ 2023 SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ÍSLANDS | 11. OKTÓBER 2013

Gagnasöfnun á internetinu – Hvað er hægt að gera við öll þessi tvít? 

Gagnasöfnun á internetinu – Hvað er hægt að gera við öll þessi tvít? Eftir Maggý Möller og Filippu Guðmundsóttur. Birtist á vef Ský 31. október 2013.

top-view-of-laptop-with-wireless-keyboard-and-grap-2022-12-16-17-48-09-utc.png
Rannsóknir í Viðskiptafræði III

Tilgangur ritraðarinnar Rannsóknir í viðskiptafræði er að koma á framfæri áhugaverðum rannsóknum á bæði fræðilegum og hagnýtum þáttum viðskiptafræða. Hér er þriðja bókin sem kemur út í ritröðinni og sem fyrr eru allir kaflar ritrýndir. 

Efni þessarar bókar er ekki síður fjölbreytt. Alls eru kaflarnir níu talsins og fjöldi höfunda 15. Kaflarnir eru á fræðasviðum þjónustustjórnunar, hagfræði, markaðsfræði, nýsköpunar, stjórnunar og stjórnarhátta.

Meistararitgerð Maggýjar var önnur tveggja sem var valin úr hópi 339 ritgerða meistarakandídata sem útskrifuðust úr viðskiptafræðideild Háskóla Íslands á tímabilinu 2021-2022.

Bókina má nálgast hér á vef Bóksölu Stúdenta

2023

Research in Business Studies III

The purpose of the book series "Research in Business Administration" is to present interesting research on both theoretical and applied aspects of business administration. This is the third book in the series, and like previous ones, all chapters have been peer-reviewed.

 

The content of this book is equally diverse. There are a total of nine chapters written by 15 authors. The chapters cover various fields of study, including service management, economics, marketing, innovation, management, and governance.

Maggý's master's thesis was one of two selected from a pool of 339 theses by master's candidates who graduated from the School of Business, University of Iceland, between 2021 and 2022 to be published in the book.

The chapter can be accessed here on Research Gate with the authors' permission.

MSc Ritgerð

Markmið rannsóknarinnar er umfram allt að greina áhættusækni hjá íslenskum stjórnendum og frumkvöðlum; og bera svo saman niðurstöður þessara tveggja hópa. Rannsóknin byggir á megindlegri aðferð og er á formi spurningakönnunar. Er um að ræða þversniðsrannsókn þar sem upplýsingarnar voru fengnar frá tveimur hópum á sama tíma. Spurningakönnunin samanstendur af 8 fullyrðingum fengnum úr áhættusæknikvarðanum GRiPS (e. General Risk Propensity Scale) og einni lokaðri spurningu í anda St. Petersburg þversagnar Daniel Bernoulli varðandi áhættusækni, með svarmöguleikum á sjö punkta Likert kvarða.

 

Helstu niðurstöður eru að fimm af sjö tilgátum sem settar voru fram voru studdar með markverðum niðurstöðum og þær benda til að frumkvöðlar hafi úthverfara, samviskusamara og taugaveiklaðra áhættuþol en stjórnendur og að þeir sem skora hátt á áhættusæknikvarða eru líklegri til að taka þátt í sanngjörnu veðmáli. Hvorki finnast markverðar niðurstöður hvað varðar að stjórnendur hafi samvinnuþýðara áhættuþol en frumkvöðlar né hvað varðar að frumkvöðlar hafi víðsýnna áhættuþol en stjórnendur.

Ritgerðin er læst til 1. janúar 2025 en útdrátt má nálgast hér á Skemmunni.

Research Gate

​Í kjölfar útgáfu ritraðarinnar Rannsóknir í Viðskiptafræði III var kaflinn úr meistararitgerð Maggýjar gefinn út á vef Research Gate.

Kaflann má nálgast hér á Research Gate með leyfi höfunda.

BSc ritgerð

Markmið rannsóknarinnar er að mæla notendaupplifun á Sjónvarpi Símans. Rannsakendur notuðu fjórar mismunandi aðferðir; eigin upplifun, viðtöl við notendaþjónustu, notendaprófanir fyrir vana og nýja notendur og spurningalista í formi vefkönnunar.


Afrakstur rannsóknarinnar er tvíþættur; ferlar sem rannsakendur mæla með fyrir Símann til að gera frekari mælingar í framtíðinni og tillögur að umbótum í viðmóti sem gæti bætt notendaupplifun af Sjónvarpi Símans. 
 

Meginniðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að notendaupplifun áskrifenda Sjónvarps Símans Premium sé almennt góð. Sjónvarp Símans virðist uppfylla kröfur notenda sinna og falla að gildum þeirra þar sem þjónustan er sú vinsælasta á Íslandi í dag. Þó kom jafnframt í ljós að stór hluti notenda virðast hafa takmarkaða þekkingu á viðmótinu og ná þar með ekki að nýta valmöguleika Sjónvarps Símans til fulls.

Ritgerðina má nálgast hér á Skemmunni.

Bókaðu vitjun

BÓKAÐU VITJUN

 • RÁÐGJÖF VARÐANDI VINTAGE HÚSGÖGN

  27.700ISK
   
  • Vitjun í heimahús.
  • Til að fá ráðleggingar um meðhöndlun tekkhúsgagna
 • BOOK A CONSULTATION WITH MAGGÝ

  27.700ISK
  Get tips on restoring Mid-Century Modern furniture
   
  • A visit from Maggý, for however long it may take
  • Book a visit to your house (or your garage) for a consult
upholstery ullarvinna.png

HAFÐU SAMBAND

Hér getur þú skilð eftir skilaboð ti Maggýjar varðandi stærðfræðikennslu, vefhönnun eða bara hvað sem er svo lengi sem að það er skemmtilegt!

Takk fyrir skilaboðin!

bottom of page