top of page
upholstery work space.png

HÚSGAGNAFORVARSLA

HELSTA ÁHUGAMÁL MAGGÝJAR ER AÐ GERA UPP MID-CENTURY MODERN HÚSGÖGN, HÚSMUNI OG RAFTÆKI

Tekk og vintage hópur á Facebook

Stærsta íslenska grúppan á Facebook tileinkuð Tekk og vintage húsgögnum og húsmunum. Maggý er eigandi grúppunnar og telur grúppan um 25 þúsund meðlimi.
Ganga í grúppuna

Gul kommóða
Gula kommóðan

KOMMÓÐA SEM VAR KEYPT Í KASTALA HJÁLPRÆÐISHERSINS ÞEGAR STARFSEMIN VAR FLUTT. KOMMÓÐAN VAR Í BAGALEGU ÁSTANDI SVO ÞAÐ VAR BRUGÐIÐ Á ÞAÐ RÁÐ AÐ MÁLA HANA Í HEIÐGULUM LIT OG BÆSA FÆTUR Í TEKKLIT.

Fuzzy kollur uppgerður
Fuzzy

UPPRUNALEGUR FUZZY STÓLL SEM MAGGÝ FÉKK AÐ GJÖF. FÆTUR HÖFÐU VERIÐ LAKKAÐIR NOKKRUM SINNUM SVO ÞAÐ ÞURFTI AÐ STRIPPA LAKKIÐ AF MEÐ KEMÍSKUM LEIÐUM. GÆRAN VAR FENGIN FRÁ HEIMASKINN AÐ BRÚARFOSSI Í BORGARNESI. FÆTUR VORU LÁTNIR NJÓTA SÍN Í UPPRUNALEGA LERKILITNUM.

Ketill before og after
Ketill

KETILL SEM VAR KEYPTUR Í GÓÐA HIRÐINUM. ÁLIÐ VAR PÓLERAÐ OG TEKKHANDFANGIÐ PÚSSAÐ OG OLÍUBORIÐ.

HÖNNUN: PICQUOT WARE K3 FRAMLEITT AF BURRAGE & BOYS
Í KRING UM 1950

Stóra kommóðan
Stóra kommóðan
Stóra Kommóðan

TEKK-KOMMÓÐA FENGIN AÐ GJÖF FRÁ ÆTTINGJA. VIÐURINN VAR UPPLITAÐUR OG ÞURR OG ÞURFTI AÐ FÁ MEÐHÖNDLUN MEÐ BÆSI TIL AÐ ENDURHEIMTA EFTIRSÓKNARVERÐA TEKK-LITINN. KOMMÓÐAN VAR SVO OLÍUBORIN OG ER NÚ MIKIÐ STOFUSTÁSS.

Baðherbergi
Baðherbergi

KOMMÓÐA KEYPT Í GÓÐA HIRÐINUM. VAR BÆSUÐ Í TEKK-LIT, SÉRSMÍÐUÐU BURÐARVIRKI KOMIÐ FYRIR Í BAKI, FÆTUR TEKNIR AF, VATNSVARIN MEÐ POLYURETHANE LAKKI OG AÐ LOKUM VAR KOMMÓÐUNNI KOMIÐ FYRIR SEM FYRIRTAKS SERSMÍÐUÐ VINTAGE/NÝMÓÐINS BAÐHERBERGISINNRÉTTING. 

efni gray.png

Þjónusta í boði

5. júní 2017 kviknaði hugmynd hjá Maggý að það vantaði hóp á Facebook til að kaupa og selja vintage húsgögn og húsmuni en einnig að skapa vettvang til að ræða um þessa hluti og allt sem fylgir svo úr varð að hópurinn góði leit dagsins ljós.

Maggý hefur birt leiðbeiningar um hvernig sé best að bera sig að þegar ætla skal gera upp vintage húsgagn. Þær leiðbeiningar má finna hér.

Í gegn um þessi 6 ár þá hefur maggý ófá skiptin ráðlagt meðlimum hópsins persónulega og nokkrum sinnum komið í heimsókn til meðlima til að ráðleggja þeim. Það var árið 2023 sem maggý tók þá ákvörðun að bjóða upp á að fólk gæti bókað vitjun þar sem Maggý gæti leiðbeint eða tekið að sér að gera við húsgögnin sjálf. Þetta kann að hljóma einkennilegt en það er þörf fyrir þessa þjónustu og fólk er tilbúið til að borga fyrir sérfræðiálit. Ekki hika við að hafa samband við maggý og sjá hvort hún geti verið þér innan handar í forvörsluverkefnunum þínum.

Bókaðu vitjun

BÓKAÐU VITJUN

 • RÁÐGJÖF VARÐANDI VINTAGE HÚSGÖGN

  27.700ISK
   
  • Vitjun í heimahús.
  • Til að fá ráðleggingar um meðhöndlun tekkhúsgagna
 • BOOK A CONSULTATION WITH MAGGÝ

  27.700ISK
  Get tips on restoring Mid-Century Modern furniture
   
  • A visit from Maggý, for however long it may take
  • Book a visit to your house (or your garage) for a consult
pússa stól.png

HAFÐU SAMBAND

Hér getur þú skilð eftir skilaboð ti Maggýjar varðandi stærðfræðikennslu, vefhönnun eða bara hvað sem er svo lengi sem að það er skemmtilegt!

Takk fyrir skilaboðin!

bottom of page