top of page
team-of-two-professional-programmers-working-on-we-2023-07-12-00-55-50-utc.jpg

project
portfólíó

"VERKEFNASAFN ER SAGAN AF FAGLEGU FERÐALAGI ÞÍNU; ÞAÐ ER ÁÞRIFANLEG SÖNNUN UM GETU ÞÍNA TIL AÐ BREYTA FRAMTÍÐARSÝN VERULEIKA OG ÁSKORUNUM Í SIGRA".

-CHATGPT, JÚLÍ 2023              

FAGLEG VERKEFNASTJÓRNUN

Maggý Möller er reyndur verkefna- og vörustjóri sem býr yfir mikilli reynslu innan hugbúnaðariðnaðarins. Háskólamenntun hennar, sem felst í BSc-prófi í tölvunarfræði og MSc-prófi í verkefnastjórnun, myndar sterkan grunn fyrir störfum hennar. Hún er því fær um að meðhöndla flókin tæknileg verkefni á meðan hún heldur skýrum fókus á heildarmyndina og markmið hennar.


Maggý hefur sýnt fram á þekkingu á mismunandi aðferðafræðum verkefnastjórnunar, þar sem Agile, Scrum og Waterfall eru þar fremst í flokki. Hún vinnur skv. aðferðarfræðinni K.I.S.S. (e. keep it simple stupid) og brýtur flókin verkfni niður í meðfærilegar einingar og leiðir teymin sín í gegn um ítranir með skipulagi, framkvæmdagleði og síendurtekinni endurskoðun. Þessi nálgun gerir henni hleift að tryggja ekki aðeins að hugbúnaðarlausnir eru afhentar á réttum tíma, heldur einnig að þær eru í samræmi við væntingar um gæði og virkni.


Maggý öðlaðist reynslu af því að vera teymismeðlimur í hugbúnaðarteymum þar sem unnið var eftir Agile/Scrum aðferðarfræðinni á meðan hún var í BSc og MSc náminu en fékk sitt fyrsta tækifæri til að sinna störfum Scrum-meistara hjá Fagkaupum, þar sem hún starfaði sem tölvunarfræðingur. Þar leiddi Maggý 4 manna teymi vefumsjónarteymis Fagkaupa í tæplega árslöngu verkefni sem snéri að birtingu og umsjón með efni (e. content) fyrir vefi dótturfélaga Fagkaupa á netinu, ásamt því að undir stjórn Maggýjar þá voru bættar vinnuaðferðir innleitt hjá teyminu í anda faglegrar verkefnastjórnunar.  Leiðsögn Maggýjar fólst í daglegum stand-up fundum, vikulegum retrospective fundum og sprint review fundum í lok hvers spretts til að líta yfir farinn veg og koma auga á tækifæri til að gera betur í næsta spretti. Svo tók teymið höndum saman og fagnaði með köku ársins.


Eitt af nýrri verkefnum Maggýjar snérist um að stýra verkefni hjá hugbúnaðarþróunarfyrirtækinu Svar tækni í Reykjavík, en þar stýrði hún innleiðingu nýs hugbúnaðar hjá 15 manna teymi. Hugbúnaðurinn sem um ræðir er TimeLog tíma- og verkskráningarhugbúnaðurinn ættaður úr Danaríki og er Maggý verkefna- og vörustjóri yfir TimeLog á Íslandi.  Með innleiðingunni þá þurfti Maggý að koma að því að breyta vinnulagi og vinnuaðferðum allra í teyminu og tryggja að allir meðlimir gengju í takt, allt með beitngu faglegrar verkefnastjórnunar til að tryggja stöðugan framgang. Innleiðingin stóð yfir í 2 mánuði þar sem gekk á ýmsu en að lokum tókst ætlunarverkið og teymið hóf að róa í sömu átt og framleiðni jókst til muna. Þetta verkefni var vitnisburður um framúrskarandi leiðtogahæfni hennar og reynslu af breytingastjórnun.
 

Maggý er verkefna- og vörustjóri hugbúnaðarlausna í boði hjá Zoho Corp, þar sem meðal er annars að finna hugbúnaðarsvítuna Zoho ONE, og leiðir Maggý sölu, þróun og innleiðingu Zoho lausna hjá Svar tækni. Ásamt því að  vera verkefna- og vörustjóri yfir TimeLog og Zoho svítunni þá stýrir Maggý fjölda verkefna og beitir faglegri verkefnastjórnun þvert á verfkefni fyrirtækisins og þvert yfir deildir þess.
 

Þótt Maggý sé einbeitt í faginu sem verkefnastjóri, leggur hún líka áherslu á að vinna með liðinu sem hún stýrir. Hún telur að góð samvinnu- og vinnuumhverfi séu nauðsynleg fyrir góða starfsþróun og reynir að byggja upp jákvæða menningu í hópunum sem hún leiðir.
Auk tæknilegrar hæfni og leiðtogahæfni, leggur Maggý mikið upp úr að efla samvinnu og liðsheild. Hún leggur stund á opin samskipti (e. open door policy), sem gerir henni kleift að byggja upp sterka sambönd bæði við liðið sem hún leiðir og við aðra hagsmunaaðilana. Þessi aðferð hefur sýnt góðan árangur í að hvetja til nýsköpunar og styrkja flæði nýrra hugmynda.


 

top-view-of-laptop-with-wireless-keyboard-and-grap-2022-12-16-17-48-09-utc.png
black white plant laptop-and-book-coffee-on-gray-background-top-vi-2021-12-09-06-34-45-utc

HAFÐU SAMBAND

Hér getur þú skilð eftir skilaboð ti Maggýjar varðandi stærðfræðikennslu, vefhönnun eða bara hvað sem er svo lengi sem að það er skemmtilegt!

Takk fyrir skilaboðin!

bottom of page