top of page
work-place-digital-device-concept-2022-12-16-00-22-07-utc.jpg

stærðfræðikennsLa

HVERS VEGNA KENNI ÉG STÆRÐFRÆÐI

STYTTRI ÚTGÁFAN AF ÆVISÖGU MAGGÝJAR

videocall-conference-homeschooling-e-learning-on-d-2022-01-21-19-26-26-utc.png

Ég bið nemendur mína um að senda mér öll kennslugögn, dæmi og lausnir, að minnsta kosti 3 dögum fyrir áætlaða kennslustund því ég þarf að vera búin að reikna dæmin sjálf til að geta kennt þau almennilega og svarað spurningum um hvað sé að gerast í dæminu. Sökum þess, að það er mikill undirbúningur fyrir hverja kennslustund þá endurspeglast það í verði fyrir hvern tíma. Ég kenni á laugardögum og sunnudögum milli 10-16 og það er mismunandi hversu löng hver kennslustund er. Það fer alveg eftir nemandanum sjálfum og ég leyfi honum að stýra því.

fjarkennslan

Fartölva 2

Nemendur þurfa að skrá sig inn á                                      og sækja hugbúnað í viðeigandi umhverfi .

                                Ég er með tengingu í tölvu og í spjaldtölvu og nota spjaldtölvuna eins og krítartöflu til að reikna á. Ef nemendur eiga slík tæki þá mæli ég með því að Teams sé sett upp í tækinu og það tengt við fundinn á sama hátt og hjá mér.

Nemendur hafa val um það að tengjast kennslustundinni í tölvu, spjaldtölvu eða síma (þó ég mæli nú ekki með því) og geta einnig tengt fleiri viðtæki saman í sömu kennslustundina.

Hægt er að sækja Sketchbook              fyrir iPad a fyrir Android.

Hér fyrir neðan er sýnt hvernig hægt er að deila skjánum með fundargestum og þegar því er lokið þá lokar nemandinn Teams skjánum og fer yfir í Sketchbook og þá er hægt að byrja að reikna. Ég mæli með því, ef nemandinn ætlar að reikna á spjaldtölvuskjá, að eiga penna til að auðvelda sér lífið. Þeir fást ódýrir hér.

Teams logo 2
Apple logo 2
Windows logo 2
Android logo 2
Scetchbook logo 2
student-boy-doing-math-problem-on-chalkboard-2021-08-30-02-30-27-utc.jpg

UMSAGNIR NEMENDA OG FORELDRA

"Sonur minn er kvíðabarn og þrátt fyrir að vera góður námsmaður, féll hann í stærðfræðiáfanga í framhaldskóla. Honum gekk eiginlega verr í endurtöku áfangans og hann hafði verulegar áhyggjur á því að falla aftur. Í rauninni í síðustu stundu fyrir lokapróf höfðum við samband við Maggý sem gjörsamlega bjargaði öllu.

 

Mér fannst undravert hversu góða samband Maggý náði við kvíðabarnið mitt gegnum tölvusamskipti, því hann t.d. kveið aldrei í að ”hitta” hana. Þetta nefnilega snérist ekki bara um bætta stærðfræðikunnáttu, heldur líka að hlúa að, hvetja og auka sjálfstraust hjá syni mínum. Og að hafa náð því öllu í gegnum tölvusamskipti sýnir að Maggý er framúrskarandi kennari. Það eru miklar léttir fyrir okkur að hafa fundið svona traustan og faglegan kennara.

 

Við ætlum svo sannarlega að hafa samband við hana aftur um leið og sonur minn lendir í erfiðan kafla í stærðfræði. 

 

Vonandi finnur fólk sem er í stærðfræðivanda hana Maggý  ❤"

RIINA ELISABET KAUNIO, MÓÐIR NEMANDA Í MENNTASKÓLANUM VIÐ HAMRAHLÍÐ

"Frábær kennari, skipulögð og þolinmóð. Er búin að reikna dæmin fyrir tímann ( sendi á hana degi fyrir tímana svo allt er á hreinu þegar kennslan hefst). Mæli 100% með."

ELÍN ERLINGSDÓTTIR, MÓÐIR NEMANDA Í LANGHOLTSSKÓLA

"Góð í að leysa vandarmál,, hefur gott viðmót og er þolinmóð, (mjög gott að sjá dæmin útreiknuð á skjànum). Útskýrir vel og mér gekk mun betur í stærðfræði eftir kennsluna frá henni."

Ég fékk aðstoð frá Maggý með stærðfræði fyrir framhaldsskóla. Ég hef alltaf talið mér trú um að ég gæti ekki lært stærðfræði og hef því ekki reynt það fyrr en ég fer í aukatíma hjá Maggý. Hún er róleg og útskýrir mjög vel og á máli sem er auðvelt að skilja. Ég mæli því klárlega með Maggý því loksins hef ég áhuga á stærðfræði

KATRÍN ANNA SIGURÐARDÓTTIR, NEMANDI Á SJÚKRALIÐABRAUT VIÐ FJÖLBRAUTASKÓLANN Í ÁRMÚLA

"Ég bara verð að deila. Þessi snillingur hjálpaði Lenna okkar þegar stefndi í fall!! Verst er þegar börn með vissar takmarkanir eins og gullið okkar (sértæk málþroskaröskun og athyglisbrest) lenda í vandræðum í námi og þa fylgir oft með andlegt þrot, tilfinningin að vera vitlaus og að geta ekki gert/leyst verkefni líkt og aðrir því þú ert ekki nógu klár. Þetta hef ég margoft upplifað með okkar mann!!! En hann er drullu klár hann þarf bara sínar leiðir til að skilja úrlausir og þá gerir hann það vel!

Þannig að Maggý Möller hjálpaði honum ekki bara með stærðfræðina heldur sjálfsmatið líka sem er svo mikilvægt og það sem það gladdi mig að sjá þessa bugun og þyngsli fara í jákvæðni og drifkraft vá ég get ekki lýst tilfinningunni en ég held að allir foreldrar skilji hvernig hún er❤❤❤ við aðsjálfsögðu höldum fast í þessa dásemd því hún er bara hreinræktaður yndismoli og snillingur❤❤❤❤❤"

GUÐBJÖRG HERMANNSDÓTTIR, MÓÐIR NEMANDA Á TÖLVULEIKJABRAUT KEILIS

"Maggý er frábær kennari, hún er alveg rosalega þolinmóð og hvetur mann áfram. Einnig útskýrir hún fyrir manni á góðan og þægilegan hátt. Eftir tímana með henni þá náði ég lokaprófinu sem ég var viss um að ég myndi falla á og ég fékk meira að segja hærri einkunn í lokaprófinu en ég hafði fengið alla önnina."

LEEVI KAUNIO SVEINBJÖRNSSON, NEMANDI VIÐ MENNTASKÓLANN VIÐ HAMRAHLÍÐ

"Ég var búið að taka stærðfræði AA í MH tvisvar sinnum áður en Maggý kom og bjargaði mér alveg. Hún tók tímann til þess að hjálpa mér og passa að ég skildi allt sem ég var að læra. Þegar ég fór í lokaprófið í AA stærðfræði í þriðja skiptið náði ég því loksins, allt Maggý að þakka. Hún er ekki bara hjálp söm og skilningsrík, heldur er hún klikkaðslega fyndin og góðhjörtuð og það er mjög gaman að læra með henni, hún gerði stærðfræðina skemmtilega og kveikti áhuga hjá mér sem ég hafði ekki fundið áður."

SYD VEST ÁRNÝ, NEMANDI VIÐ MENNTASKÓLANN VIÐ HAMRAHLÍÐ

students-solving-a-math-problem-2022-12-16-01-01-35-utc.png
 • Grunnskólanemendur

  4.000ISK
  Kjörið fyrir nemendur til að glöggva sig betur í stærðfræðinni og búa til grunn fyrir framtíðina.
   
  • Klst af kennslu í gegn um netið með TEAMS hugbúnaðinum
 • Menntaskólanemendur

  5.000ISK
  Tilvalið til að hressa upp á stærðfræðikunnáttu fyrir prófavertíð
   
  • Middle/highshool students

   4.000ISK
   Ideal for students to better grasp mathematics and lay the foundation for the future
    
   • An one hour long lesson via the internet through TEAMS
  • Collage students

   5.000ISK
   Ideal for refreshing mathematical skills before exam time.
    
   • An one hour long lesson via the internet through TEAMS
  data-in-computer-2021-09-24-02-55-08-utc.jpg

  HAFÐU SAMBAND

  Hér getur þú skilð eftir skilaboð ti Maggýjar varðandi stærðfræðikennslu, vefhönnun eða bara hvað sem er svo lengi sem að það er skemmtilegt!

  Takk fyrir skilaboðin!

  bottom of page